Um Stofnunina

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 með samstarfsamningi Háskóla Íslands, Menntamálaráðuneytis Kína og Ningbo Háskóla.

Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að aukinni fræðslu á meðal Íslendinga um tungu, menningu og samfélag Kína með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum.

Stofnunin er kennd við kínverska heimspekinginn Konfúsíus og norðurljósin, sem þykja einkenna Ísland, en Konfúsíusarstofnanir eru starfræktar víða um heim.

Kínversk fræði við Háskóla Íslands

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós hefur undanfarin ár staðið að kennslu í kínverskum fræðum í samstarfi við Hugvísinda-svið Háskóla Íslands. Meðal annars útvegar stofnunin reynda kínverskukennara frá samstarfsháskóla hennar í Kína, Ningbo háskóla. Síðan á haustönn 2012 hefur jafnframt verið boðið upp á námsleið í viðskiptatengdri kínversku í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ.

Í BA námi í kínverskum fræðum eru fyrstu tvö árin tekin við Háskóla Íslands og þriðja árið í skiptinámi við einhvern af samstarfsháskólum HÍ í Kína. Auk þess hefur stofnunin umsjón með styrkjum fyrir frambærilega nemendur.

Auk tungumálanámsins sitja nemendur fjölmörg áhugaverð námskeið sem taka á kínverskri sögu, menningu og samfélagi.

Kínverska á Íslandi

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stendur fyrir og styður við kínverskukennslu víða í samfélaginu. Kínverska er kennd við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Menntaskólann við Hamra-hlíð. Í framtíðinni er stefnt á að bjóða upp á kínverskukennslu í grunnskólum þar sem þess er óskað.

Stofnunin reynir eftir fremsta megni að skipuleggja kínversku-kennslu ef eftir því er leitað. Markmið stofnunarinnar til framtíðar er að gera sem flestum fært að kynnast kínversku tungumáli og menningu.

Viðburðir

Stofnunin stendur fyrir ýmsum viðburðum. Reglulega eru kvikmyndasýningar yfir vetratímann þar sem sýndar eru kínverskar kvikmyndir og heimildamyndir um Kína. Stofnunin býður einnig upp á fyrirlestra og ráðstefnur, oft í samstarfi við aðra aðila, um kínversk málefni á víðum grundvelli. Fyrirlesararnir eru ýmist íslenskir eða erlendir fræðimenn, sem hafa þekkingu og reynslu af Kína og kínverskum málefnum.

Haldið er upp á helstu hátíðardaga Kínverja með margskonar hætti. Auk þess hefur stofnunin staðið fyrir komu listahópa frá Kína í tengslum við kínverska nýárið, sem haldið er hátíðlegt í janúar eða febrúar ár hvert.

Þess utan styður stofnunin við margskonar menningartengsl á milli Íslands og Kína.

Kínversk menning

Það markar sérstöðu kínverskrar menningar í veröldinni að hún er ekki einungis ævaforn, heldur liggur þráður 3000 ára menn-ingarsögu Kína óslitinn allt til okkar dags.

Kína er stórt og fjölskrúðugt land þar sem lífshættir eru margvíslegir og því er fjölbreytni kínverskrar menningar mikil. Í Kína eru töluð fjölmörg tungumál en opinbera tungumálið er mandarín kínverska sem er kennd innan kínverskra fræða.

Stofnunin beitir sér fyrir því að veita Íslendingum innsýn í kín-verska menningu, enda mun þekking og skilningur á henni skipta sköpum í framtíðinni.

Nám í Kína

Allir nemendur í kínverskum fræðum á vegum stofnunarinnar eiga kost á því að halda til Kína í skiptinám við einhvern þeirra fjölmörgu kínversku samstarfsháskóla Háskóla Íslands. Þriðja árið í kínverskum fræðum er tekið í Kína og hafa nemendur kost á að sækja um styrk sem greiðir að hluta til niður þann kostnað sem skiptináminu fylgir.

Á meðan dvölinni í Kína stendur hafa nemendur tækifæri til þess að bæta kínverskukunnáttu sína og efla skilning sinn á kínverskri menningu.

Allar nánari upplýsingar um styrki og nám í Kína veitir starfsfólk stofnunarinnar.

HSK stöðupróf

Árlega sér stofnunin um að halda stöðupróf í kínversku (HSK-próf). Stöðuprófinu er skipt í 6 mismunandi stig og velja þátt-takendur stig eftir getu. Þeir sem huga á áframhaldandi nám í kínversku við kínverskan háskóla þurfa að taka stöðuprófið.

HSK prófið er einnig skilyrði þess að hljóta styrk Konfúsíusar- stofnunarinnar til náms í Kína og því þurfa umsækjendur hans einnig að þreyta prófið.