Viðtal við Tung Phuong Vu

fæddist í Hong Kong og langaði að kynnast Kína betur

1. Hvernig kom það til að þú fórst í kínversk fræði?

Ég fæddist í Hong Kong en lærði því miður ekki kínversku, en síðan langaði mig svo mikið að kynnast Kína betur svo þá ákvað ég mig að fara í þetta nám. Svo meðal annars hefur kínversk menning, saga og fólk haft mikil áhif á mig.

2. Hvenær fluttir þú til Íslands og hvernig var að venjast lífinu hér?

Ég kom til landsins árið 2007 þegar ég var 17 ára, ungur maður með metnað. Til þess að komast að í nýju samfélagi er tungumálið að mínu mati mjög mikilvægt.Og strax fann ég að án tungumáls getur maður ekki gert neitt. Það hvatti mig til þess að skrá mig í skóla, en því miður fékk ég ekki inngöngu strax í framhaldsskóla heldur í undirbúningsskóla fyrir krakka sem koma erlendis frá. Þar tók ég eitt ár til þess að ljúka öllum námskeiðum fyrir útlenska krakka og stuttu síðar skráði ég mig í Fjöldbraut við Ármúla og í þetta skipti fékk ég loksins inngöngu. Þar hóf ég nám í viðskiptafræði og það tók mig 2 og hálft ár til að klára.

Síðan tók háskólinn við, en ég var ennþá í viðskiptafræði í eitt ár og á meðan námið stóð, fékk ég að kynnast mjög áhgaverðu námi sem er viðskiptengd kínverska, og þar að lokum færði ég mig úr viðskiptabrautinni í kínverskunámið. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef mikinn áhuga á þessu námi er vegna þess að ég sjálfur lít út eins og Kínverji og á meðan ég var að vinna á hóteli í Reykjavík voru margir kínverskir gestir sem margoft komu til mín og byrjuðu að spjalla kínversku við mig, mér fannst á þeim tíma frekar leiðinlegt að geta ekki sagt nokkurt orð á kínversku. Eftir þeim atvikum, ákvað ég að einn dag verð ég að tala kínversku, svo uppruninn að koma frá Víetnam þar sem margt er að mörgu leyti mjög svipað eins og í Kína, þá tel ég að það sé mjög praktíst að kunna kínversku. Og auðvitað er kínversk menning stór partur af þessari hvatningu. Nú get ég alveg sagt að ég hef ákveðið rétta leið, eftir eina önn í skiptinámi, fattaði ég að Kína hefur mjög margt upp á að bjóða, það kemur manni á óvart alveg daglega. Kína er stórt, Kína er að stækka...

Að mínu mati, gekk mér frekar vel að venjast lífinu á Íslandi, vegna þess að ég hef alltaf umgengist frábært fólk, þau tóku vel á móti mér og það var ekkert mál að lagast að samfélaginu. Það er ein ástæðan fyrir því að ég varð sjálfboðaliði, nú langar mig að aðstoða þá sem eru í svipuðu spori.

Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst fullt af frábæru fólki hér á Íslandi frá deginum sem ég byrjaði að vinna fram til dagsins í dag, þau eru krakkar sem voru að vinna með mér og enduðum við sem góðir vinir, fólk sem ég þekki í vinnunni, karlarnir sem ég kynntist í sundi, vinir sem kynntist í skólanum og fleira. Þessir frábæru einstaklingar hafa kennt mér íslensku, menningu og sérstaklega góða vináttu.

3. Hvenær og hvert fórst þú sem skiptinemi til Kína?

Ég fór í skiptinám 2013-2014 og er að stunda nám við Ningbo Háskóla akkúrat núna.

4. Hvernig líkar þér borgin og háskólinn sem þú lærir við?

Fyrst líkaði mér ekki sérstaklega en með tímanum finnst mér borgin vera frekar kósí og skemmtileg. Myndi vera hérna í 2 ár til að kynnast henni betur.

Uppáhaldsgötur / hverfi: laowaitan hverfi í Ningbo (老外滩) það má líkja því við Laugaveginn hjá okkur. Fullt af börum og skemmtisstöðum.

Tianyi torgið(天一广成): verslunarhverfi

Dongqianhu: mjög kósí stöðuvatn til að fara í einhvers konar picnic eða grill

Margt fleira mun koma seinna þegar ég fæ að kynnast Ningbo betur :)

Skólinn er ágætur, þó kemur manni alltaf eitthvað á óvart, eins og tímasetningar og viðburðir.

Kennarinn er mjög fínn, mér finnst að ég læri frekar með því að hafa strangan kennara en hann má samt vera aðeins hressari :)

5. Heimsóttirðu einhverja áhugaverða staði?

Já, ég fór til Shanghai og Guangzhou en er með lista af þeim stöðum sem mig langar að heimsækja á næstunni.

6. Hvað er eftirminnilegast við dvölina?

Ég á eftir eina önn í viðbót til að pæla í þessu, en ég held að eitt af því sé stemningin sem kínverskt samfélag varðveitir.

7. Hvað er það besta eða versta sem þú borðaðir í Kína?

Stinky tofu er það versta sem ég hef fengið. Götumatur er minn uppáhaldsmatur.

8. Kom þér eitthvað á óvart við Kína þegar þú fórst í fyrsta sinn?

Allt of margt fólk og brjáluð umferð!

 

Við þökkum Tung kærlega fyrir frábært spjall og óskum honum áframhaldandi velgengni í námi sínu.