Viðtal við Önnu Hjörleifsdóttur

- íshátíð Harbin í -30°C frosti

Anna á veitingastað í Jilin

1. Hvernig kom það til að þú fórst í kínversk fræði?

Ég hafði lært smá kínversku í Menntaskólanum á Akureyri og fannst kínverska mjög áhugaverð. Einnig fór ég í ferðalag til Dalian í Kína vorið áður en ég byrjaði í Háskóla Íslands.

2. Hvenær og hvert fórst þú sem skiptinemi til Kína?

Ég lærði í borginni Changchun í Jilin héraði í Norður- Kína og var þar veturinn 2009-2010.

3. Hvernig líkaði þér borgin og háskólinn sem þú lærðir við?

Borgin er ágæt og sæmilega stór. En það var mjög kalt þar um veturinn sem varð til þess að ég vildi ekkert mikið vera úti. Borgin var frekar ódýr miðað við aðrar borgir sem ég heimsótti, þannig að það er kostur við Changchun. Háskólinn var líka ágætur, flestir kennararnir mjög fínir.

4. Heimsóttirðu einhverja áhugaverða staði?

Já, ég fór til Harbin á ís-hátíð sem er líklega eitt af því merkilegasta sem ég hef séð um ævina. Þar var reyndar -30 og eitthvað gráður, sem var það kalt að batteríið í myndavélinni minni fraus eftir ca. 40 mínútur á svæðinu. Á íshátíðinni eru búnir til skúlptúrar og byggingar úr ís sem kemur úr Songhua ánni sem rennur í gegnum Harbin. Skúlptúrarnir eru á við nokkurra hæða hús og þeir eru svo lýstir upp með ljósum sem settir eru inní ísinn. Þegar ég var úti var til dæmis skúlptúr af Kínamúrnum sem var ca km að lengd. Einnig fór ég til Huangshan eða Gula Fjalls, sem er með flottari stöðum sem ég hef séð. Svo var Yangshuo mjög eftirminni-legur bær, umhverfið fallegra og ósnertara en Guilinsem er rétt hjá.

5. Hvað er eftirminnilegast við dvölina?

Ég hugsa að það sé ferðalagið sem ég fór í en ég var í einn og hálfan til tvo mánuði að ferðast um Suður-Kína, Shanghai, Huangshan, Guilin,Yangshuo, Gulangyu og Xiamen.

6. Hvað er það besta eða versta sem þú borðaðir í Kína?

Besta:
Guobaorou en það er svínakjöt sem er djúpsteikt í einhverjum hjúp með sykri þannig það er hálf sætt á bragðið.

Versta:
Mér dettur ekkert í hug, kannski silkipúpur, en það var nú samt ekkert mikið bragð af þeim.

7. Kom þér eitthvað á óvart við Kína þegar þú fórst í fyrsta sinn?

Já, hvað umferðin er svakaleg og hvernig leigubílstjórar keyra. Og þó að græni kallinn lýsi fyrir manni á gönguljósum þá þarf maður alltaf að horfa í kringum sig til að sjá hvort einhverjir bílar séu nokkuð að fara að keyra á mann.

Við þökkum Önnu kærlega fyrir spjallið og mælum með því að fólk klæði sig vel haldi það á íshátíðina miklu í Harbin.

Partý í Yangshuo. Öll með eins gleraugu sem voru í stíl við fötin.

Danielle, Carlo og Anna á Huangshan.

Ísskúlptúr af Kínamúrnum á íshátíðinni í Harbin.

Í sleeper-bus á leiðinni til Xiamen.