Myndir frá tónleikum

Ómur sálarinnar

Dagana 8. og 10. maí stóð Konfúsíuarstofnunin Norðurljós fyrir kínverskum tónleikum í samstarfi við Kínversk-íslenska menningarfélagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Tónleikarnir voru haldnir við góðar undirtektir, þeir fyrri í Hofi á Akureyri og þeir síðari í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Áheyrendur fengu að njóta tónlistar leikna á strengjahljlóðfærið qin, einnig kallað guqin, og bambusflautu sem nefnist xiao. Flytjendur voru þær Deng Hong og Chen Shasha ásamt Ceciliu Lindqvist, sem var í hlutverki sögumanns er fræddi áheyrendur um uppruna tónlistarinnar og þýðingu hljóðfæranna innan kínverskrar menningar.