Nám í kínverskum fræðum

Við Háskóla Íslands er hægt að stunda nám í almennum kínverskum fræðum og viðskiptatengdri kínversku. Skráning í námið er hafin og lýkur 5. júní n.k.

Í BA námi í kínverskum fræðum eru fyrstu tvö árin tekin við Háskóla Íslands og þriðja árið í skiptinámi við einhvern af samstarfsháskólum HÍ í Kína. Auk þess hefur stofnunin umsjón með styrkjum fyrir frambærilega nemendur.

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós hefur undanfarin ár staðið að kennslu í kínverskum fræðum í samstarfi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Meðal annars útvegar stofnunin reynda kínverskukennara frá samstarfsháskóla hennar í Kína, Ningbo háskóla. Síðan á haustönn 2012 hefur jafnframt verið boðið upp á námsleið í viðskiptatengdri kínversku í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ.

Auk tungumálanámsins sitja nemendur fjölmörg áhugaverð námskeið sem taka á kínverskri sögu, menningu og samfélagi.

Hlökkum til að sjá sem flesta í haust!