Nineteen Seventy-Six

Ragnar Baldursson kynnir bók sína og fjallar um endurreisn kínverska heimsveldisins í kjölfar eld-dreka ársins 1976.

HT 104, fimmtudaginn 20. október, kl. 12:00-13:10

 

Úrdráttur:

Árið 1976 var ár eld-drekans í Kína. Samkvæmt kínverska tungl almanakinu eru eld-dreka ár á 60 ára fresti sem hafa reynst Kínverjum afdrifarík á síðari öldum. Það á ekki síst við um árið 1976, þegar helstu byltingaforingjar Kommúnista féllu frá, einn af öðrum, þar á meðal Mao Zhedong sem var valdamesti maður Kína á þeim tíma. Ragnar Baldursson varð vitni að atburðum þessa árs og rekur reynslu sína í bók sinni Nineteen Seventy-Six sem nýverið kom út hjá hinu virta bókaforlagi, Penguin. Ragnar mun kynna bókina og fjalla um hvaða afleiðingar atburðir eld-drekaársins höfðu fyrir Kína og heimsbyggðina alla.

Mælandi:

Ragnar Baldursson er einn helsti núlifandi sérfræðingur Vesturlanda í málefnum Kína. Hann hefur þýtt úr kínversku tvö af helstu öndvegisritum kínverskrar heimspeki, Speki Konfúsíusar og Ferlið og dygðin (Bókin um veginn). Í nýjustu bók sinni, Nineteen Seventy-Six, sem er gefin út af Penguin, fjallar hann um sviptingarnar við lok Mao tímabilsins, 1976, þegar hann var námsmaður í Kína. Hundruðir þúsunda létust í einum mannskæðasta jarðskjálfta sögunnar og Kína var á barmi borgarastyrjaldar við fráfall Mao Zedong það ár. Ragnar var kallaður til starfa í utanríkisþjónustunni 1979 sem sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Beijing.