Pólitíska orðræðan um hefðbundna menningu Kína

Political Discourse on China’s Traditional Culture

Þjóðarbókhlaðan, anddyrissal
30. mars, kl. 12:00-13:30

Mugur Zlotea

Úrdráttur

Kína nútímans er ekki lengur samfélag sem byggist á hugsjónum uppreisnarinnar – uppreisn sem átti að frelsa þjóðina og einstaklinga undan draugum fortíðarinnar og kúgandi erlendum öflum. Nú á dögum kveður við nýjan tón, orðræðu um frjálst og nútímalegt Kína, um endurnýjaða þjóð sem krefst þess að fá áheyrn. Hún segir að tími sé kominn til að Kína öðlist aftur fyrri stöðu sem miðdepill alls „undir himninum“ (tianxia) og að það sé ómögulegt án þess að líta til hefðarinnar. Sá vettvangur þar sem þetta viðhorf er hvað mest áberandi er í politískri orðræðu kínversku yfirstéttarinnar. Þessi orðræða undirstrikar oftar en ekki mikilvægi þess að halda á lofti „afburðamenningu kínverskrar hefðar“ (youxiu chuantong wenhua) svo unnt sé að byggja sterka og stöðuga þjóð. Hún kallar á að borgarar séu meðvitaðir um hvað það feli í sér að vera kínverskur og samtímis að rækta með sér hugsjónir Kommúnistaflokksins.

En hugtökin sem haldið er á lofti í þessari orðræðu eru á margan hátt vandasöm. Í fyrsta lagi eiga flest þeirra rætur að rekja til pólitískrar orðræðu Vesturlanda. Upprunalegri merkingu þeirra hefur verið breytt svo að hún „passi“ við kínverskan veruleika. Í öðru lagi hafa klassísk kínversk hugtök verið endurvakin og eru nú hluti af orðræðu samtímans, þrátt fyrir að á síðastliðinni öld hafi almenningi verið kennt að þessi sömu hugtök væru meginástæðan fyrir hnignun Kína á 19. öld og fyrri hluta 20. aldarinnar.

Í þessum fyrirlestri verður hugtakið „hefðbundin menning“ sett í brennidepil. Litið verður til þess hvernig kínverskir leiðtogar notast við hugtakið nú á dögum, hvernig það passar við nýju orðræðuna, samhengi þess, skilgreiningu þess, hver kjarni þess er, hvaða hluta þess þyrfti að fella brott svo ræða megi um „afburðamenningu kínverskrar hefðar“ og hvert hugsanlegt gagn er af því fyrir flokkinn.

Fyrirlesari

Mugur Zlotea er lektor í kínverskum fræðum í Deild erlendra tungumála og málvísinda við Háskólann í Búkarest í Rúmeníu. Hann lauk doktorsprófi í Fílólógíu frá Háskólanum í Búkarest árið 2010 með ritgerð um orðræðu umbótasinna í upphafi 20. aldarinnar í Kína. Hann hlaut meistaragráðu í málvísindum og lauk grunnnámi í kínversku frá Tungumálaháskólanum í Beijing.

Áhugasvið hans eru orðræðugreining, hugtakasaga og þýðingafræði. Um þessar mundir rannsakar Mugur tengsl á milli Kínverska kommúnistaflokksins og hefðarinnar, eins og þau birtast í pólitískri orðræðu yfirstéttarinnar.


Abstract

China today is no longer a society based on the ideals of the communist revolution – a revolution to free the country and the individual from their past demons or the present tyrannies coming from abroad. Instead, there is a new narrative that centers upon a liberated and modern China. It is about a rejuvenated China, demanding for its voice to be heard and listened to. In other words, it is time for China to regain its former glory as the focal point Under Heaven (tianxia) and this cannot be done without “a little help” from tradition. One of the most conspicuous places where this attitude is present is in the political discourse of the Chinese elites. This discourse more often than not underlines the importance of the “outstanding traditional culture” (youxiu chuantong wenhua) to build a strong and stable China. It calls upon the citizens to be aware of their unique Chinese identity and to simultaneously internalize and cultivate the Chinese Communist Party’s (CCP) ideals. However, the concepts employed in this discourse are highly problematic. First, most of the concepts have their origins from Western political discourse. They have had their original meaning altered to “fit” Chinese reality. Second, there are Chinese classical concepts that have been revived and are now part of the current discourse. Yet, for the last century, the population has been taught that these same traditional concepts were the main culprit for China’s decay in the 19th and the first half of the 20th centuries. Our presentation focuses upon the concept of “traditional culture” and the way it is used today by the Chinese leaders, analyzing how this concept fits into the new type of discourse, the context into which it appears, how it is defined, which is the “quintessence” which should be absorbed and which part of it should be discarded in order to better understand the concept of “outstanding traditional culture” and its potential benefits to the party.

Speaker

Mugur Zlotea is a Lecturer in Chinese at the University of Bucharest, Faculty of Foreign Languages and Literatures, Romania. He completed his doctorate in Philology from the University of Bucharest, in 2010, with a thesis on reformist He He discourse at the beginning of the 20th century China and he holds a M.A. in Linguistics and a B.A. in Chinese from Beijing Language University in China.

Mugur Zlotea’s interests lie in the fields of discourse analysis, conceptual history and traductology. His current research focuses on the relation between the Chinese Communist Party and tradition as reflected in the elite political discourse.