Kína og Ísland

Samskipti vinaþjóða

 

Þjóðarbókhlaðan í samstarfi við kínverska sendiráðið, Konfúsíusarstofnunina Norðurljós og Kínversk íslenska menningarfélagið kynna fyrirlestraröðina "Kína og Ísland: samskipti vinaþjóða." Fyrirlestraröðin hófst 17. janúar sl. með erindi Egils Helgasonar um kvikmyndina "14 ár í Kína" sem hann gerði ásamt Guðbergi Davíðssyni og fjallar um dvöl Ólafs Ólafssonar trúboða í Kína á fyrri hluta 20. aldar.

Dagskráin heldur áfram, fram til 28. mars, og næsta þriðjudag, þann 24. janúar, mun Qi Huimin kínverskur forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar fjalla um eitt elsta varðeitta form kínversku óperunnar, Kunqu. Hér ber að líta dagskránna í heild sinni:

17. janúar kl. 12-13: Egill Helgason fjölmiðlamaður kynnir „14 ár í Kína – Mynd um Ólaf Ólafsson kristniboða“ sem Guðbergur Davíðsson gerði ásamt Agli.

24. janúar kl. 12-13: Qi Huimin kínverskur forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa fjallar um eitt elsta varðveitta form kínversku óperunnar, Kunqu. Erindið verður flutt á ensku.

31. janúar kl. 12-13: Hjálmar W. Hannesson fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Kína segir frá starfsemi sendiráðsins 1995-1998.

7. febrúar kl. 12-13: Ólafur Egilsson sendiherra í Beijing 1998-2002 flytur erindi um "Tengsl Íslands og Kína í gegnum tíðina"

14. febrúar kl. 12-13: Arnþór Helgason formaður KÍM og vináttusendiherra segir frá starfsemi KÍM.

28. febrúar kl. 12-13: Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósasegir segir frá starfi stofnunarinnar.

14. mars kl. 12-13: Oddný Sen kvikmyndafræðingur og rithöfundur segir frá ömmu sinni og alnöfnu, Oddnýju Erlendsdóttur Sen, sem dvaldi í Kína á 3. áratug síðustu aldar og skrifaði bók um Kína. Oddný skrifaði svo aðra bók um langömmu sína og dvöl hennar í Kína.

28. mars kl. 12-13: Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi flytur lokaerindi fyrirlestraraðarinnar: "How to drink Chinese Tea and Tea ceremony ". Erindið verður flutt á ensku.

Fyrirlestraröðin er framhald af sýningu Þjóðarbókhlöðunnar sem opnaði 12. nóvember 2016 í tilefni 45 ára stjórnmálasambands Íslands og Kína. Lesa má frétt Landsbókasafnsins hér.