Búddismi Austur Asíu á Íslandi

Dr. Gereon Kopf

Dr. Gereon Kopf heldur fyrirlestur á málstofu Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu HÍ. Málstofan hefst kl. 11:40 og stendur til kl. 13:00. Yfirskrift fyrirlestrarins er "More than Just Meditation and Martial Arts: Reflections on the Benefits of Studying East Asian Buddhism in 21st Century Iceland." Dr. Kopf varpar ljósi á að Búddismi er meira en bara hugleiðsla og bardagaíþróttir, og að Íslendingar 21. aldarinnar gætu notið góðs af því að kynna sér Búddisma.