Starfsfólk

Magnús Björnsson

Forstöðumaður

Starfsvettvangur Magnúsar hefur að mestu verið á sviði kennslu og ferðaþjónustu ásamt túlkunar- og þýðingavinnu. Auk þess starfaði Magnús tímabundið í sendiráði Íslands í Peking og við heimssýninguna í Shanghai árið 2010.

Magnús lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá Renmin háskóla í Peking í Kína árið 2000.

Jia Yucheng

Kínverskur Forstöðumaður

Í Kína gegnir hann stöðu dósents við deild erlendra tungumála í Ningbo háskóla. Hérlendis kennir hann kínversku, kínverska texta og kínverska málnotkun við Háskóla Íslands.

Jia lauk MA-gráðu í þýðingarfræði frá South Central University í Hunan-héraði í Kína árið 2002.

Fei Jie

Sendikennari í kínversku

Hún gegnir stöðu dósents við deild erlendra tungumála í kennaraháskólanum í Liupanshui í Kína. Á Íslandi kennir hún kínverskt mál og kínverska texta við Háskóla Íslands.

Fei hlaut meistaragráðu sína í breskum og bandarískum bókmenntum árið 2012 frá kennaraháskóla Liaoning héraðs í Kína.

Þorgerður Anna Björnsdóttir

Þorgerður Anna annast viðburði stofnunarinnar, kennslu við Ísaksskóla, Vesturbæjarskóla, og Landakotsskóla, auk ýmissa annara verkefna.

Hún lauk BA prófi í Almennum málvísindum og Kínverskum fræðum frá Háskóla Íslands vorið 2012.

Stefán Ólafsson

Stefán annast viðburði og vefsíðu stofnunarinnar í hlutastöðu.

Hann lauk MA prófi í Máltækni við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík vorið 2015, og BA prófi í Enskum fræðum og í Kínverskum fræðum frá Háskóla Íslands vorið 2012.