Lesa fleiri fréttir

Velkomin að taka þátt í myndbandakeppni Konfúsíusarstofnunar

Fyrsta myndbandakeppni Konfúsíusarstofnunar er farin af stað og stendur til 30. maí nk. Upplýsingar um keppnina eru hér að neðan en vegleg verðlaun eru í boði í mörgum flokkum. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku en einhver Kínatenging verður þó að vera í myndbandinu. Vonumst við til að sjá sem flest myndbönd og hvetum við alla til að taka þátt.

Upplýsingar um keppnina:

1. Þátttakendur

Öllu áhugafólki um kínverskt tungumál er velkomið að taka þátt.

2. Myndefni og snið

Alls kyns myndbönd tengd kínverskri menningu eða tungumáli velkomin, svo sem listmiðlun, kennslustofuathafnir, skemmtilegir leikir, fjölskylda og vinátta, sögulestur, grín/sketsar, eldamennska, handverk, skrautskrift eða málaralist, kynning á lista- eða bókmenntaverki, ferðalög, viðtöl, ræður, o.s.frv.

Myndböndin eiga að vera meira en 30 sek. en undir 10 mínútum að lengd. Kostur ef töluð er mandarín-kínverska í myndbandinu. Myndbönd skulu tekin upp lárétt.

3. Skilafrestur

Vinsamlegast sendið myndböndin á netfangið hongling@hi.is með nafn ykkar og kennara ykkar (ef við á) ásamt þema myndbandsins í síðasta lagi mánudaginn 30. maí. Það má senda okkur hlekk á myndbandið, til dæmis með vefsíðunni wetransfer.com.

Verðlaun:

1. sæti: 20.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

2. sæti: 10.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

3. sæti: 8.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

Verðlaun fyrir framúrskarandi skipulag: 8.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

Verðlaun fyrir framúrskarandi leiðbeinanda: 8.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

Verðlaun fyrir bestu myndböndin í einstökum flokkum*: 8.000 kr. gjafabréf í Bóksölu stúdenta

*Flokkarnir skiptast niður í “Besta kínverskan”, “Besta leikstjórnin”, “Besta sköpunarverkið”, “Besta sagan”, “Besta frammistaðan”, “Besta myndatakan”, “Áhrifamesta myndbandið”, “Vinsælasta myndbandið” og “Besta hópvinnan”.

Góð myndbönd verða send til þátttöku á “ZUI · Kongyuan” alþjóðlega myndbandakeppni sem haldin er af Chinese International Education Foundation (CIEF).

Verðlaun ZUI-keppninnar:

Aðalverðlaun: verðlaunaskjal og RMB 10.000 CNY (um 200.000 ISK) Fyrstu verðlaun: verðlaunaskjal og RMB 5.000 CNY (um 100.000 ISK) Önnur verðlaun: verðlaunaskjal og RMB 3.000 CNY (um 60.000 ISK) Þriðju verðlaun: verðlaunaskjal og RMB 2.000 CNY (um 40.000 ISK)

Leiðbeiningar við upptökur:

① Vinsamlegast haldið myndavélinni/símanum lárétt við upptökur.

② Haldið myndavélinni stöðugri.

Gott er að nota linsur með fastri fókuslengd (fixed lens). Passaðu að halda myndavélinni stöðugri þegar þú hreyfir hana og taka lítil skref. Gætið vel að fókus og birtustigi. Ef sími er notaður munið að stilla fókusinn með því að ýta á skjáinn.

③ Notið mismunandi bakgrunna.

Reynið líka að nota mismunandi linsur og að velja góð sjónarhorn, takið upp frá mismunandi sjónarhornum og fjarlægðum, takið loftmyndir ef hentar.

④Passið að hljóð sé skýrt.

Forðist hávaða eða suð og hlustið á upptökuna eftir að þið eruð búin að taka upp.

Lesa fleiri fréttir