Hlaðvarpið í austurvegi - nýr þáttur

Hlaðvarpi Konfúsíusarstofnunar hefur verið vel tekið og erum við hrikalega ánægð með hlustendatölurnar yfir fyrsta mánuðinn af hlaðvarpinu. Stefnan er sett á að hvern fimmtudag komi nýr þáttur í loftið. Þættirnir eru annað hvort viðtöl við áhugaverða einstaklinga með Kínatengingu eða umfjöllun um efni sem tengist Kína. Í dag fór í loftið skemmtilegt viðtal við Arnar Stein Þorsteinsson um dvöl hans í Kína og reynslusögum úr ferðaþjónustubransanum. Áður tókum við mjög áhugaverð viðtöl við m.a. Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum við HÍ og Arnþór Helgason vináttusendiherra Kína á Íslandi.