Í austurvegi - nýtt hlaðvarp Konfúsíusarstofnunar

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós fagnar ári uxans með því að hleypa af stokkunum hlaðvarpi þar sem fjallað verður um Kína frá ýmsum hliðum. Efni hlaðvarpsins, sem heitir Í austurvegi, verða að mestu viðtöl við einstaklinga á Íslandi sem hafa einhver tengsl við Kína sem og menningarmolar og umfjöllun um land og þjóð. Þema fyrstu þátta hlaðvarpsins verður kínverska nýárið. Í fyrstu þáttunum eru m. a. viðtöl við Hafliða Sævarsson, Unni Guðjónsdóttur og Kristínu Bu um upplifun þeirra af kínverska nýárinu.

Hlaðvarpið er aðgengilegt hér á heimasíðu Konfúsíusarstofnunar sem og á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.

Njótið vel!