Í tilefni hins nýja árs tígursins stendur nú yfir kínversk listmunasýning í Skeifunni í Fákafeni 11 (Herrafataverslun Birgis). Fimmtudaginn nk. þann 24. febrúar kl. 18:00 verður gestum boðið að koma og fræðast um ýmislegt í kínverskri listfræði og smakka kínverskt te.
Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að koma með sinn eigin tebolla!
Að viðburðinum standa: Heilsudrekinn, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og KÍM