Lesa fleiri fréttir

Spennandi kínverskunámskeið í samstarfi með Endurmenntun Háskóla Íslands

shufa
Kínversk skrautskrift

Margir hafa heillast af kínverskri skrautskrift og fær fólk oft áhuga á því að læra kínversku þökk sé hennar.

Kínversk skrautskrift þykir mjög heillandi listform í Kína sem og allri Austur – Asíu og eru góðir skrautskrifarar settir á stall meðal fremstu listamanna í Kína, Japan og Kóreu.

Á þessu námskeiði verða helstu atriði kínverskrar skrautskriftar kynnt til sögunnar.

Einnig verður í boði námskeið í kínversku.

Kínverska er töluð af tæplega fimmtungi mannkyns og þykir sífellt eftirsóknarverðari kunnátta með auknu vægi Kína í heiminum.

Þótt vissulega megi finna fjölmargar kínverskar mállýskur er stöðluð kínverska (mandarín eða putonghua) alls staðar gjaldgeng í Kína og raunar víða annars staðar. Þetta námskeið veitir inngang að þessu heillandi tungumáli.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands með því að fara á síðuna https://endurmenntun.is/

Lesa fleiri fréttir