Lesa fleiri fréttir

Kínverskuhornið byrjar aftur!

Í kvöld byrjar kínverskuhorn á okkar vegum sem er opið öllum sem hafa áhuga að æfa sig í kínversku. Kínverskuhornið verður tvisvar í viku og verður haldið í kaffihúsinu á fyrstu hæð í Veröld - húsi Vigdísar. Þar munum við spjalla á kínversku og drekka ljómandi fínt te.

Ding Wei 丁薇 er kínverskukennari hjá okkur og mun sjá um hornið á mánudögum klukkan 19:00.

Song Hongling 宋红龄 er annar kínverskukennari hjá okkur og hún mun sjá um hornið á miðvikudögum klukkan 17:00.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa fleiri fréttir