Lesa fleiri fréttir

Nýr starfskraftur hjá stofnuninni

Haustönnin hefur gengið eins og í sögu og allir nemendur og kennarar mjög fegnir að geta hist aftur undir sama þaki.

Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við okkur á þessu ári, þær Zhou Lan 周岚 Ding Wei 丁薇 og Snæfríður Grímsdóttir.

Zhou Lan 周岚
Zhou Lan 周岚

Zhou Lan 周岚 er ný kínversk forstöðukona stofnunarinnar. Hún kom til okkar fyrr á þessu ári og hefur sinnt hinum ýmsu stjórnsýslustörfum fyrir stofnunina.

Ding Wei 丁薇

Ding Wei 丁薇 kom til okkar í sumar og mun starfa sem sendikennari hjá okkur næstu árin. Hún mun sinna kennslu sem kínverskukennari í HÍ og í MH.

Snæfríður Grímsdóttir
Snæfríður Grímsdóttir

Snæfríður er aðjúnkt í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og mun hún sinna kínverskukennslu bæði í háskólanum og í grunnskóla.

Við bjóðum þær hjartanlega velkomin í hópinn okkar.

Lesa fleiri fréttir