Lesa fleiri fréttir

Tvö spennandi námskeið í boði!

Kínverska er töluð af um fimmtungi mannkyns og verður án efa eitt af mikilvægustu tungumálum þessarar aldar. Kínverska veitir lykla að nýjum heimi sem eykur víðsýni og þekkingu. Kínverska er öðruvísi tungumál sem gaman er að kljást við, ekki síst ritmálið.

Kínamúrinn
Kínamúrinn

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 8 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:30 – 11:45 sem hefst 13. mars og stendur til og með 15. maí. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr.

Einnig er boðið upp á námskeiðið Kínverska í ferðaþjónustu en kínverskir ferðamenn ferðast nú í auknum mæli til Íslands. Margar áskoranir fylgja menningarmun í samskiptum við Kínverja og til að takast á við þær er nauðsynlegt að hafa þekkingu á þeirra venjum og tungu. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vill bjóða upp á framúrskarandi þjónustu á þessum vaxandi markaði.

Á námskeiðinu verður fjallað um kínverska ferðamenn og hvernig þróun á þessum markaði hefur verið síðastliðin ár. Skoðað verður hvert kínverskt ferðafólk hefur helst verið að fara og eftir hverju þau sækjast á ferðalögum sínum. Jafnframt verður farið yfir grunnatriði í kínversku sem mun veita þátttakendum góða innsýn í tungumálið. Tungumálahluti námskeiðsins verður kenndur á ensku.

Forboðna borgin í Beijing
Forboðna borgin í Beijing

Námskeiðið er haldið á netinu og því gefst öllum tækifæri óháð búsetu að taka þátt. Tilvalið fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni.

Námskeiðið byrjar mánudaginn 15. mars og lýkur 29. apríl með viku pásu vegna páska.

Skráning fer fram á www.konfusius.is/namskeid. Spennandi tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Lesa fleiri fréttir