Lesa fleiri fréttir

Við erum komin á ferð eftir sumarið

Vonandi hafið þið notið sumarsins og þá fjölmörgu sólardaga sem við fengum að sjá. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós er komin á flug og byrjum við haust törnina með hlaðvarpsþátt um Tang-keisaraveldið.

Búddastyttan í Leshan 乐山
Búddastyttan í Leshan 乐山

Tang keisaraveldið var talið vera gullöld kínversku keisaraveldanna. Á þessu merka tímabili náðu stjórnmál, efnahagur, menning og hernaðarlegur styrkur ríkisins óviðjafnanlegu og háþróuðu stigi. Höfuðborg þess, Chang'an (núverandi Xi'an), fjölmennasta borg í heimi á þessum tíma, varð menningarleg og alþjóðleg viðskiptamiðstöð.

Tang er það tímabil sem náði breiða út menningu þess og tók upp menningu nærliggjandi ríkja og varð tímabilið gullöld heimsborgarmenningar eins og gjarnan er sagt. Búddismi, sem smám saman hafði verið komið á fót í Kína frá fyrstu öld, varð ríkjandi trú og var tekin upp af keisarafjölskyldunni og almenningi í ríkinu.

Á þessu tímabili sáum við tvö frægustu skáld Kína - Dufu 杜甫 og Libai 李白. Það var einnig önnur mjög fræg kona að nafni Wu Zetian 武则天 en hún var eini kvenkyns keisarinn í menningarsögu Kína.

Hlaðvarpið má finna hér á heimasíðu Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós.

Lesa fleiri fréttir