Alþjóðlegt samstarf
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 með samstarfsamningi Háskóla Íslands, Ningbo háskóla og Hanban - síðar Miðstöðvar kínverskukennslu og alþjóðasamvinnu í Beijing.
Tilgangur stofnunarinnar er kínverskukennsla og að stuðla að aukinni fræðslu á meðal Íslendinga um tungu, menningu og samfélag Kína með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Stofnunin er kennd við kínverska heimspekinginn Konfúsíus og norðurljósin, sem þykja einkenna Ísland, en Konfúsíusarstofnanir eru starfræktar víða um heim.