Ýmis námstæki til aðstoðar við kínverskunám

Skritter

Á Skritter er hægt að æfa sig að skrifa kínversk tákn, heyra framburð, sjá merkingu þeirra og margt fleira. Skritter er einnig hægt að fá fyrir iOS tæki.

Pleco

Pleco er með betri kínverskum orðabókum sem til eru fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Helsti kostur hennar er að hún getur ljóslesið (OCR) kínverskann texta sem notandinn tekur mynd af og skilað niðurstöðu í orðabók. Einnig er hægt að skrifa táknin með fingrunum, leita eftir pinyin, nota minnisspjöld (flashcards) og margt fleira.

MDBG

Veforðabók MDBG stendur alltaf fyrir sínu. Hún er mjög nytsamleg þegar kemur að miklu magni af texta og "radikölum", því hún sýnir uppbyggingu táknanna sem leitað er að. Einnig er viðmót á síðunni sem gerir kleift að skrifa táknin inn með músinni.

MDBG býður líka upp á "Chinese Reader" sem þýðir kínverskann texta yfir á ensku með því einu að músa yfir hann.

NCIKU

Þessi vefsíða er sérstaklega góð fyrir dæmasetningar um notkun orða. Hægt að leita með því að teikna táknin, slá þau inn með lyklaborðinu og skrifa ensku eða pinyin.

Hanzi Helper

Þetta einfalda forrit gerir nemendum kleift að útbúa sérsniðin æfingablöð með kínverskum táknum með því að útbúa lista yfir þau tákn sem notandinn þarf að æfa betur. Einnig getur forritið minnt notendur á að æfa sig.

Decipher Chinese Reader

Þetta smáforrit fyrir Android og iOS tæki er sérhannað til þess að auka kínversku lestrargetu þína. Það inniheldur aðgengilegar og nýlegar greinar sem miða að auka HSK orðaforða lesandans, það inniheldur "snertiorðabók" sem þýðir frá kínversku yfir á ensku með því að snerta táknin, og það getur spilað framburð táknanna.

Orðsifjar

Chinese Etymology er kínversk orðsifjasíða unnin af Richard Sears þar sem m.a. er hægt að sjá þróun kínverskra tákna í aldanna rás með því einu að slá þau inn í leitarglugga. Einnig er hægt að sækja forrit bæði fyrir Android og iPhone.

Handian netorðabók

Þessi netorðabók er fyrir lengra komna. Hún er eingöngu á kínversku, þó hafi sum orð að geyma útskýringar á ensku. Hinsvegar hefur hún mikið af upplýsingum að geyma og þar er hægt að fletta upp bæði 康熙 og 說文.

Ýmsir hlekkir

Hér má sjá áhugaverða hlekki fyrir þá sem vilja auka minnisfærni. Sérstaklega er mælt með þessum aðferðum þegar muna skal kínversk tákn.

Að leggja fljótt á minnið - Hack My Study

Minnishöllin - Method of Loci