Cecilia Lindqvist í hlaðvarpinu
Árið er 1961. Ung sænsk kona stígur um borð í full pakkaðan strætisvagn í miðborg Peking. Allir eru klæddir bláum, víðum, fóðruðum jökkum og buxum í stíl. Hún er eini útlendingurinn í vagninum, þar sem fólk þarf að troðast til að stíga af og um borð - og henni er slétt ekki sama.
Í fanginu heldur hún á þúsund ára gömlu strengjahljóðfæri, guqin, frá tímum Song-keisaraveldisins. Þetta sjö strengja hljóðfæri er um 120 cm á lengd, aðeins lengra en rafmagnsgítar, og hún er með það vafið inn í fóðraðan silkipoka.
Unga konan hét Cecilia Lindqvist og varð síðar þekkt sem rithöfundur og einn fremsti Kínafræðingur Svía. Í þættinum er fjallað um námsdvöl hennar í hinu rauða Kína Maós og kínverska hljóðfærið guqin sem hún heillaðist af.