Um okkur

Titill
Alþjóðlegt samstarf

Text

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 með samstarfsamningi Háskóla Íslands, Ningbo háskóla og Hanban - síðar Miðstöðvar kínverskukennslu og alþjóðasamvinnu í Beijing.

Tilgangur stofnunarinnar er kínverskukennsla og að stuðla að aukinni fræðslu á meðal Íslendinga um tungu, menningu og samfélag Kína með:

  • námskeiðum
  • fyrirlestrum
  • ráðstefnum
  • kvikmyndasýningum
  • og öðrum viðburðum

Stofnunin er kennd við kínverska heimspekinginn Konfúsíus og norðurljósin, sem þykja einkenna Ísland, en Konfúsíusarstofnanir eru starfræktar víða um heim.

Image
Image
mynd af konna og félögum

Kínversk fræði við Háskóla Íslands

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós hefur frá upphafi staðið að kennslu í kínverskum fræðum undir Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Meðal annars útvegar stofnunin reynda kínverskukennara frá samstarfsháskóla hennar í Kína, Ningbo háskóla. Námsleiðir í boði eru kínversk fræði og diplómanám í kínversku til eins árs.

 

Skiptinám í Kína

Í BA-námi í kínverskum fræðum eru fyrstu tvö árin tekin við Háskóla Íslands og þriðja árið í skiptinámi við einhvern af samstarfsháskólum HÍ í Kína. Frambærilegir nemendur eiga kost á styrkjum til skiptináms í Kína.

Auk tungumálanámsins sitja nemendur fjölmörg áhugaverð námskeið sem taka á kínverskri sögu, menningu og samfélagi.

Allir nemendur í kínverskum fræðum á vegum stofnunarinnar eiga kost á því að halda til Kína í skiptinám við einhvern þeirra fjölmörgu kínversku samstarfsháskóla Háskóla Íslands. Þriðja árið í kínverskum fræðum er tekið í Kína og hafa nemendur kost á að sækja um styrk sem greiðir að hluta til niður þann kostnað sem skiptináminu fylgir.

Á meðan á námsdvölinni í Kína stendur hafa nemendur tækifæri til þess að bæta kínverskukunnáttu sína og efla skilning sinn á kínverskri menningu.

Allar nánari upplýsingar um styrki og nám í Kína veitir starfsfólk stofnunarinnar.

 

Viðburðir

Stofnunin stendur fyrir ýmsum viðburðum. Haldnir eru fyrirlestra og ráðstefnur, oft í samstarfi við aðra aðila, um kínversk málefni á víðum grundvelli. Fyrirlesararnir eru ýmist íslenskir eða erlendir fræðimenn, sem hafa þekkingu og reynslu af Kína og kínverskum málefnum.

Haldið er upp á helstu hátíðardaga Kínverja með margskonar hætti. Auk þess hefur stofnunin staðið fyrir komu listahópa frá Kína í tengslum við kínverska nýárið. Þess utan styður stofnunin við margskonar menningartengsl á milli Íslands og Kína.

Benda má einnig á hlaðvarp stofnunarinnar, í austurvegi, en þar er á ferðinni áhugaverður miðill þar sem við reynum að kynna kínverska menningu, sögu og tungumál sem og að taka viðtöl við fólk sem þekkir Kína frá ýmsum sjónarhornum.

 

Kínversk menning

Það markar sérstöðu kínverskrar menningar í veröldinni að hún er ekki einungis ævaforn, heldur liggur þráður 5.000 ára menningarsögu Kína óslitinn allt til okkar dags.

Kína er stórt og fjölskrúðugt land þar sem lífshættir eru margvíslegir og því er fjölbreytni kínverskrar menningar mikil. Í Kína eru töluð fjölmörg tungumál en opinbera tungumálið er mandarín kínverska sem er kennd innan kínverskra fræða.

Stofnunin beitir sér fyrir því að veita Íslendingum innsýn í kínverskt mál og menningu.

Starfsfólk

No content has been found.