Header Paragraph

Hugleiðingar á krossgötum - Kína í gegnum ljósmyndir Isabellu Bird

Image

Hugleiðingar á krossgötum: Kína í gegnum ljósmyndir Isabellu Bird

Staður: HT-300 (Háskólatorg)

Stund: 21. mars, kl. 12:00 - 13:00

Þótt ótrúlegt megi virðast ferðaðist Isabella Bird ein síns liðs um víða veröld á seinni hluta 19. aldar. Hún ferðaðist m.a. um Asíu og tók fjölda ljósmynda á ferðum sínum.

Í fyrirlestri Amy Matthewson verða ljósmyndir Isabellu Bird til umfjöllunar sem hún tók á ferðalögum sínum um Kína við lok 19. aldar. Mikill áhugi hefur kviknað á Bird sem óhræddum ferðalangi á Viktoríutímanum, þar sem frægar ævintýraferðir hennar storkuðu hugmyndum samfélagsins um hlutverk kynjanna. Að kona hafi ferðast einsömul, seint á 19. öld, um afskekkt svæði heimsins og birt um það skrif sín og ljósmyndir er stórmerkilegt.

Þrátt fyrir vaxandi áhuga á Bird, einblína flestir á skrif hennar og eru ljósmyndir hennar aðeins skoðaðar sem hluti af stærri umræðu. Í þessum fyrirlestri er athyglinni beint að myndefninu sjálfu og ljósmyndaframsetning Bird af Kína rannsökuð í menningarlegu samhengi.

Amy Matthewson lauk doktorsprófi í sagnfræði frá School of Oriental and African Studies (SOAS), University of London. Rannsóknir hennar rannsaka kynþáttatengsl í gegnum sjónræna og efnislega menningu, nánar tiltekið samband Kína við heimssamfélagið seint á nítjándu öld og snemma á tuttugustu öld. Hún hefur sérstakan áhuga á breskum og kínverskum samskiptum sem og ferlum hugmyndafræði og þekkingarfræði. Amy hefur kennt námskeiðið Saga Kína í kínverskum fræðum við HÍ um nokkurt skeið.

English:

Isabella Bird, an astonishing universal traveler, went all over the world in the late 19th Century. She traveled alone, among other places, through Asia and took many photographs during her trips.

This lecture examines Isabella Bird’s photographs of China. There has been much interest in Bird as an intrepid Victorian traveller, whose famous worldwide adventures as a solitary woman, defied societal gender expectations. For a woman in the late nineteenth century to travel alone through remote parts of the globe, and subsequently write, photograph, and publish accounts of her experiences is significant.

While there is a growing scholarship on Bird, most focus on her textual records with her photographs examined only as part of a larger discussion. This lecture re-focuses the attention on the visual and investigates Bird’s photographic representations of China in relation to her frameworks of understanding. The aim is to explore the ways in which systems of culture, politics, and individual identities weave through creative practices.

Amy Matthewson received her doctorate in History from the School of Oriental and African Studies (SOAS), University of London. Her research explores race relations through visual and material culture, specifically China’s relationship with the global community in the late nineteenth and early twentieth centuries. She has a special interest in British and Chinese contact as well as the processes of ideology and epistemology. Amy has taught a course of the history of China at the China Studies Program at the University of Iceland.