Header Paragraph

Kínverskunámskeið í byrjun árs

Image
Auglýsing fyrir námskeið

Spennandi kínverskunámskeið hjá Konfúsíusarstofnun í byrjun árs

Laugardagsnámskeið fyrir börn og kvöldnámskeið fyrir fullorðna

 

Laugardagsnámskeið fyrir börn.

Tími: Laugardaga kl. 10:00 – 11:15, hefst 20. janúar líkur 23. mars samtals 10 skipti.

Staður: Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík

Verð: 15.000 kr.

Um námskeiðið: Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. áhersla verðu á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt úr leikjum og söng. Í upphafi námskeiðs fá nemendur glæsilegar kennslubækur í kínversku á íslensku.

Kennari: Kennari námskeiðsins er Yuetuan Zhang. Yuetuan hefur kennt kínversku í frístund í Ísaksskóla um nokkurt skeið.

 

Kvöldnámskeið fyrir fullorðna

Tími: Mánud. og miðvikud. kl. 19:30 – 21:00, hefst 22. janúar og líkur 21. febrúar, samtals 10 skipti.

Staður: Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík

Verð: 25.000 kr.

Um námskeiðið: Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Megin áhersla verður á töluðu máli en nemendur ættu að kannast við um 50 tákn við lok námskeiðs. Stefnt er að því að halda framhaldsnámskeið í kjölfarið ef áhugi verður fyrir hendi.

Athugið að námskeiðið verður kennt á ensku.

Kennari: Kennari námskeiðsins er Wang Xia. Hún er sendikennari frá samstarfsháskóla okkar í Ningbo í Kína. Wang hefur kennt lengi á Íslandi, aðalega í HÍ og MH en einnig á öðrum námskeiðum hjá okkur.