Námskeið í kínverskri skrautskrift og blekmálun
Einstakt tækifæri til að kynnast kínverskri skrautskrift og blekmálun
Konfúsíusarstofnunun mun bjóða upp á 5 kvölda námskeið um kínverska skrautskrift og hefðbundna kínverska blekmálun sem hefst 13. mars nk.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Vika 1 (13. mars): Kínversk skrautskrift.
Vika 2 (20 mars): Hefðbundin kínversk blekmálverk.
Vika 3 (3. apríl): Hefðbundin kínversk litarefnanotkun og málunartækni.
Vika 4 (10. apríl): Kínversk skrautskrift og tækni hefðbundinnar blekmálunar.
Vika 5 (17. apríl): Samspil kínverskrar skrautskriftar og hefðbundinnar kínverskrar myndlistar.
Kínversk skrautskrift og hefðbundin blekmálun eru listform sem eru mikilmetin í Kína og er gjarnan samspil á milli þessara tveggja listforma. Þannig má gjarnan sjá kínversk myndlistaverk þar sem myndefnið styðst við texta skrifaðan með skrautskrift á hefðbundinn hátt. Efni textans getur t.d. verið ljóð eða málsháttur sem tengist eða styður við myndefnið.
Verð námskeiðs er 30.000 kr. Öll námsgögn innifalin.
Skráning með því að senda póst á konfusius@hi.is
Staður og stund: Miðvikudagskvöld kl. 19:30 – 21:00. Hefst 13. mars og líkur 17. apríl (27. mars verður ekki kennt). Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, stofu 107.
Um kennarann:
Zhiling Li er útskrifaður myndmenntakennari frá kínverskum kennaraháskóla. Hún hefur dvalið á Íslandi í að verða 20 ár. Hún hefur kennt námskeið um kínverska skrautskrift á vegum Endurmenntunar HÍ og margoft kynnt kínverska skrautskrift á viðburðum á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar. Zhiling er ástríðufullur kennari sem elskar að miðla þekkingu sinni.