Header Paragraph

Snarl og spjall: Lína Guðlaug Atladóttir fjallar um nýútgefna bók sína um Kína

Image

Fjórði og síðasti fyrirlestur annarinnar í fyrirlestraröðinni Snarl og spjall verður haldinn fimmtudag eftir viku. Að þessu sinni mun Lína Guðlaug Atladóttir fjalla um bók sína, Rót – allt það sem þú þarft að vita um Kína og meira til.

Lína Guðlaug Atladóttir er viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur og hefur starfað við margvísleg stjórnunarstörf að mestu á kynningar- og markaðssviði bæði hérlendis og erlendis. Lína kom fyrst til Kína árið 2003 og hefur bæði verið við nám, búið og ferðast margsinnis til Kína og víðar í heimildaöflun fyrir bókina. Bókin kom út fyrir síðustu jól og hefur vakið athygli. Hana verður hægt að nálgast hjá höfundi á kostakjörum að fyrirlestri loknum.

Staður: Veröld – hús Vigdísar stofa VHV-007.

Stund: Fimmtudagurinn 4. maí kl. 17:30 -18:30

Viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa. Á undan fyrirlestrinum verður boðið upp á léttar veitingar.

Öll hjartanlega velkomin!