Header Paragraph

Tvö námskeið í kínverskri skrautskrift og blekmálun á Akureyri

Image

Konfúsíusarstofnunin í samstarfi við Myndlistaskólann á Akureyri mun standa fyrir tveimur spennandi námskeiðum í kínverskri blekmálun og skrautskrift á Akureyri dagana 23. - 27. september nk.

Kvöldnámskeið fyrir fullorðna - Fjögur kvöld kl. 19:00 - 21:00 sem byrjar 23. sept. verð: 30.000 kr

Síðdegisnámskeið fyrir börn 10 - 15 ára - Tvö síðdegi (þriðjudag og fimmtudag) 16:00 - 17:15 sem byrjar 24. sept. Verð: 10.000 kr.

Bæði námskeiðin verða haldin í Myndlistaskólanum á Akureyri.

Skráning með því að senda póst á konfusius@hi.is

Kínversk skrautskrift og hefðbundin blekmálun eru listform sem eru mikilsmetin í Kína og er gjarnan samspil á milli þessara tveggja listforma. Þannig má gjarnan sjá kínversk myndlistaverk þar sem myndefnið styðst við texta skrifaðan með skrautskrift á hefðbundinn hátt. Efni textans getur t.d. verið ljóð eða málsháttur sem tengist eða styður við myndefnið.

Um námskeiðin:

Á námskeiðinu verður nemendum m.a. kynnt kínversk skrautskrift og hefðbundin kínversk blekmálverk. Litarefnanotkun og málunartækni. Tækni kínverskrar skrautskriftar og hefðbundinnar blekmálunar og samspil kínverskrar skrautskriftar og hefðbundinnar kínverskrar myndlistar.

Um kennarann:

Zhiling Li er útskrifaður myndmenntakennari frá kínverskum kennaraháskóla. Hún hefur dvalið á Íslandi í að verða 20 ár. Hún hefur kennt námskeið um kínverska skrautskrift á vegum Endurmenntunar HÍ og margoft kynnt kínverska skrautskrift á viðburðum á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar. Hún kenndi sambærilegt námskeið á vegum Konfúsíusarstofnunar síðasta vetur sem var mjög vinnsælt. Zhiling er ástríðufullur kennari sem elskar að miðla þekkingu sinni.

 

Image