Header Paragraph

Vel heppnaður þemadagur í Háskóla ungafólksins

Image
Mynd nemenda frá þemadegi

Háskóli unga fólksins er árlegur viðburður á vegum Háskóla Íslands ætlaður börnum á efra stigi grunnskólans. Að þessu sinni komu kennarar frá Konfúsíusarstofnuninni að kennslu við skólann. 

Kennslan samastóð meðal annars af grunnnámskeiði í mandarín kínverslu, kíkt inn í menningarheim Kína, ferðalög og stjörnumerki, matarmenningu og fleiru. 

Fyrir þau sem vildu meira var hægt að velja þema hvar kafað var dýpra inn í kínverskan menningarheim. 

Það er skemmst frá því að segja að námskeiðin tókust gríðarlega vel upp og afrakstur nokkurra nemenda má sjá á myndum hér að neðan.