Velkomin á kínverska nýárshátíð!
Í tilefni árs drekans sem gekk í garð um helgina, stendur Konfúsíusarstofnun fyrir kínverskri nýárshátíð sem haldin verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands núna á laugardaginn, 17. febrúar, kl. 14:00 - 16:00.
Sem fyrr verður margt gert til skemmtunar og reynt að fanga þá gleðistemmingu sem fylgir þessum tímamótum í Kína. Hátíðin að þessu sinni er frábrugðin því sem áður hefur verið að því leiti að engin atriðið eru nú á sviði en sem fyrr verður boðið upp á ýmiskonar menningarkynningu og leiki. M.a. má nefna kínverska skrautskrift og pappírsföndur, sykurmálun og mátun á kínverskum fötum úr silki og svo verður auðvitað hægt að snúa lukkuhjólinu sívinsæla. Kínverskur matur og te verður á sínum stað og einnig verður hægt að prófa ýmsa kínverska leiki.
Þetta er viðburður sem ætti að henta allri fjölskyldunni og væri gaman að sjá sem flesta til að upplifa með okkur alvöru kínverska nýárshátíð í Háskóla Íslands.