Header Paragraph

Velkomin á kínverska nýárshátíð á laugardaginn

Image

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós heldur upp á kínverska nýárið, sem er ár kanínunar að þessu sinni, með veglegri nýárshátíð á Háskólatorgi í HÍ nk. laugardag (4. febrúar) kl. 14:00 – 16:00.

Boðið verður upp á alvöru kínverska nýársstemmingu með atriðum á sviði og síðan verður kynning á kínverskri menningu. Kínverski drekinn mun láta sjá sig og dansa fyrir okkur í byrjun.

Kínverska nýárshátíðin á Háskólatorgi er nú endurvakin eftir að hafa legið niðri undanfarin þrjú ár. Við hlökkum mikið til að gefa Íslendingum tækifæri til að sjá hvernig Kínverjar halda upp á sína helstu hátíð, kínverska nýárið eða vorhátíðina eins og það er einnig kallað.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:

Dagskrá á sviði

  1. Drekadans
  2. Kínverskur hörpuleikur 
  3. Einsöngur á kínversku 
  4. Barnakór syngur á kínversku 
  5. Sýning á hefðbundnum kínverskum klæðnaði

Eftir atriði á sviði verður kynning á kínverskri menningu, m.a.: Tesmökkun, sýning á kínverskum bókum, matarupplifun, kínversk skrautskrift, mátun á hefðbundum kínverskum fötum, kennsla á kínverska hörpu, kínversk táknaáskorun, prjónaþraut, og lukkuhjólið sívinsæla.

Ókeypis aðgangur, öll hjartanlega velkomin!